Emma frá Haga
Leiðin heim er ekki bein leið endilega. Það getur tekið tvær, þrjár kynslóðir að rata þangað, heim. Emma Geiger fór alla leið frá Cedar Grove í North Carolina í Bandaríkjunum, beint austur yfir fjall, til að leita uppi heimahagana. Sólveig Guðnadóttir langa langamma hennar fór frá Haga við Apavatn til New York árið 1888.
Ljósmyndir / vídeó: Emma Geiger
Texti: Þorsteinn J.
Ég hitti Emmu fyrir tilviljun á Hesteyri, sem er augljóslega langt langt frá Haga við Apavatn. Hún hafði gengið frá Hornvík á Hesteyri og var á leið með bátnum til Ísafjarðar. „Þeir sögðu að þetta væri fimm klukkustunda ganga,“ sagði Emma þegar ég spjallaði við hana um daginn og veginn. „Ég var ekki nema þrjá tíma á leiðinni.“ Það kom svo í ljós að Emma átti alls ekkert erindi á Hornstrandir, heldur austur í Haga við Apavatn. Ég fór að spyrja hana um erindið þangað og þá kom skýringin: „Ég er að leita að heimahögum langa langaömmu minnar, Sólveigar Guðnadóttur sem flutti frá Íslandi til Ameríku.“ Aldeilis. Kona sem kemur alla þessa leið til Íslands, með viðkomu á Hornströndum. Henni er svo sannarlega alvara. Emma er örugglega lík langa langömmu sinni sem hafði kjark til að yfirgefa Ísland og setjast að á vesturströnd Bandaríkjanna 1888.
Emma Geiger er 30 ára. Hún er búsett í Cedar Grove, sem er strangt til tekið dreifbýli í Orange County. Hún er fædd í Maryland, bjó líka um tíma New Jersey, alveg eins og Sólveig langa langamma hennar, ólst svo upp í New Hampshire. Emma er með BA próf í skapandi skrifum frá St Lawrence í New York og kláraði Mastersgráðu í listum frá Duke University í Durham í North Carolina. Ferðin til Íslands er hluti af sýningu sem hún er að vinna að með styrk frá Cassilhaus, í samstarfi við Duke háskólann.

Sólveig Guðnadóttir frá Haga við Apavatn. Hún fór til Ameríku 1888.
Sögur af fólki í gamla daga eru flestar sagðar í skeytastíl. Stuttar setningar, staðreyndir, ekkert rugl. Sólveig Guðnadóttir giftist manni sem hét Guðmundur Steindórsson. Hvenær? Það liggur ekki fyrir. Kynntust þau á skipinu vestur eða í nýju heimahögunum, New Jersey? Það er ómögulegt að segja. Það eina sem er staðfest er að þau silgdu með farskipi frá Reykjavík til New York 1888 til að leita uppi betra líf. „Þetta er allt frekar óljóst“ segir Emma. „Sólveig og Guðmundur settust að í Sayreville í New Jersey. Það var mikil fátækt og erfitt að draga fram lífið á Íslandi og það rak þau af stað í þetta lífsferðalag. Þau eru grafin í Sayreville. Það er afskaplega lítið annað sem við vitum um þau. Þetta er stór þáttur í því af hverju mig langaði til Íslands. Mér fannst mikilvægt að sjá hvaðan fjölskylda mín kom, finna tengsl við fortíðina.“
Emma’s notes:
„I really didn’t know what I would find in Hagi. I had only met Hördur and Stína the year before and had spent one night at their house. But I knew I wanted to spend time on the farm that my great great grandmother had left. Which I did, and it was so special. They feel more like an aunt and uncle to me now than a 4th cousin, it really expands my idea of how big my family is. I came from a really small family. I’m an only child, and have 5 first cousins, and my parents moved around for work while I was young. My parents also moved around a lot before they had me, so I think I’ve been searching for a feeling of home that transcends all of these small moves from one state to another. I have also moved around a lot in my adult life, maybe hoping to find a sense of place that way. I’ve also always been interested in the past, more than the future. I use film and an old camera when I could use digital, I play a guitar made in 1960, and use a typewriter. It makes life more difficult in some ways, but for me it feels more alive, and connects me with the recent past, making me feel more grounded in time.

Leiðin heim í Haga
„Þetta er ekki stórbú“ segir Hörður Óli Guðmundsson, bóndi í Haga, póstnúmer, dreifbýli: 805 Selfoss. „Við Kristín Jóhannsdóttir konan mín erum hér með 30 kýr og 120 rollur, og einhverjar tekjur af veiði. En stórbú er þetta nú ekki.“
Ég byrja á því að reyna að fá botn í ættfræðina, tengsl Harðar við við Emmu Geiger. Það er fátt leiðinlegra en þurr ættfræði auðvitað, en það er mikilvægt að kunna sæmileg skil á eigin sögu.
„Systkinin voru mörg hér í Haga um 1880. Í stuttu máli er Anna Margrét Guðnadóttir í Haga formóðir mín. Hún var systir Sólveigar Guðnadóttur, langa langömmu Emmu Geiger. Þær fóru þrjár systurnar vestur um haf 1888, og sömuleiðis ein systir þeirra úr Lundarreykjadalnum. Guðni Magnússon langafi minn var sonur Önnu Margrétar. Helgi Guðnason afi minn var sonarsonur hennar. Svo kom Guðmundur Helgason faðir minn, loks ég. Þannig að ég er þá fimmti ættliður hér í Haga. Forsagan að kynnum okkar Emmu eru þau að hún kom hér fyrirvaralaust í fyrrahaust með foreldrum sínum og kærasta. Það höfðu einhverjar frænkur hennar komið fyrir nokkrum árum líka, ekki nokkur friður fyrir þessu“ segir Hörður og hlær.
Sp: En allt í góðu er það ekki?
„Jú, blessaður vertu. Þetta eru skemmtilegar konur. Það þynnist illa blóð kvenna í þessari ætt skal ég segja þér. Þær eru allar mjög stjórnsamar og ákveðnar. Þannig við erum örugglega skyld öllu þessu fólki.“
Sp. Hvað með Emmu, sver hún sig í ættina?
„Nei, þetta hefur ekkert erfst í hana. Emma er afskaplega ljúf, hefur ekkert af þessari ættgengu stjórnsemi.“
Sp: Þegar maður elst upp við hversdagslegar aðstæður Hörður, þá finnst manni allt í umhverfinu og lífi manns vera sjálfsagt. Hvað var það sem Emma hafði áhuga á hjá ykkur í Haga?
„Hún vildi fá að vita allt um söguna, hvort fjölskyldan hefði búið hér alla tíð, hverjir það voru og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Maður er einhvern veginn alveg samdauna öllu hér og hálfpartinn fastur hérna í Haga. Ég hef ekki eirð í mér að fara eitthvert burt. Svo eru það atburðir og áföll sem eru hluti af fjölskyldusögunni og ég sagði henni frá. Guðmundur pabbi minn og Helgi Guðnason afi minn fórust hér í Apavatni þegar ég var tæplega fjögurra ára. Þeir fóru út á bát fjórða apríl 1974, ísinn var nýfarinn af vatninu og þeir komu ekki til baka.“
Sp: Það hefur verið hræðilegt áfall?
„Já, það er nú eins og það er, og alveg er rétt. Svona áföll marka djúp spor í lífið. Hér er allt eins og það var fyrir fjörutíu árum og Emma hafði mikinn áhuga á öllu hér. Hún tók ljósmyndir og vídeó af öllu mögulegu, minnst af okkur heimilisfólkinu. “
Emma’s notes:
Although farms are still a ubiquitous presence in the landscape, they are becoming overshadowed by the effects of mass tourism, aluminum, hydroelectric, and geothermal plants. What are the costs of this new relationship with the environment? Horður and Stína may be the last generation to farm at Hagi, their children having moved to the city. In Iceland, the closeness of the past and the uncertain future intertwine into the tangle of the present. I have returned to document the evolving relationship between the people and the land through my own lens of reconnection.
Sp: Er þá Hagi orðinn einhverskonar „Heima“ fyrir þér Emma?
„Já, mér líður þannig núna eftir að hafa komið austur í Haga. Mig langaði að koma á bæinn þar sem Sólveig langa langmma mín hafði búið, sjá og skoða umhverfið með hennar augum ef svo má segja. Þess vegna finn ég núna að Hagi er einhverskonar „heima“ fyri mér. Hluti af því var að hitta Hörð og Kristínu sem tóku mér svo vel. Ég var um tvær vikur hjá þeim í sumar leið, þegar allt er talið.“
Sp. Hvernig var Ísland í raun og veru, miðað við ímyndina sem er alltaf dregin upp á „Visit Iceland“ plaggatinu? frá íslensku ferðamálaskrifstofunni. Eldgos, álfar, lundar og kindur? Hver var þín reynsla miðað við þessar klisjur? Þú talar einmitt um alla ferðamennina í punktunum þínum, verksmiðjur og stóriðjur?
„Þetta er áhugaverð spurning. Ísland er greinilega að breytast mikið, ég legg ekki mat á hvort það er gott eða vont, en þetta eru augljóslega stórtækar breytingar. Hörður og Stína eru trúlega þau síðustu sem búa í Haga.“
Sp. Ferðamenn eru auðvitað allstaðar, ekki bara á Íslandi. Íslenska útgáfan af Time Square er eiginlega Gullfoss og Geysir.
„Auðvitað eru ferðamenn allstaðar í heiminum. En það er ekkert sérstaklega spennandi að vera á Íslandi í stórum hópi af ferðamönnum. Það eru forréttindi þegar maður getur verið einn með landinu, í landslaginu án þess að þar sé fullt af fólki. Landslagið, saga landsins og svo sögurnar sjálfar, eru það sem ég heillaðist mest af á Íslandi. Þegar ég var með fjölskyldunni minni, eins og ég kalla Hörð og Stínu núna, þá sá ég landið, náttúruna, umhverfið eiginlega með þeirra augum. Og birtan! Það er eitt sem Íslendingar taka sem sjálfsögðum hlut. Í júní er bjart allan sólarhringinn. Það er alveg einstakt að upplifa það, ótrúlegt.“
Emma’s notes:
Today, as I’m beginning to write this, the sun will set just after midnight and rise again a few minutes before 3 a.m. In between, the sky won’t grow dark, but things will lose some of their saturation, a gray cast over everything. The birds, as far as I can tell, don’t sleep at all. I’ve been in Iceland for two weeks now– I arrived on the 5th of June on the ferry from Denmark. Sailing through nine meter high swells in the North Atlantic left me with a rocking feeling that held on for my first few days back on land. Being in our cabin with no window and trying to sleep to the creaking and heaving of the ship over each wave was a new kind of disorientation and delirium. The reason for this trip is that I am beginning to work on a project here, following my familial connection to Iceland. My great-great grandparents emigrated from Iceland to the US in 1888, while some of my great-great grandmother’s siblings remained on their family’s farm, Hagi. I used to feel that this great-greatness meant that this all happened a very long time ago, but since being here, I’ve realized that actually this was all incredibly recent. Anything further in the past than the length of a single human life had always felt immeasurably distant, but in hearing stories that span generations and geologic time, and being at Hagi, where the landscape likely looked much the same then as it does now, it is as though a bridge has been built between. I wanted to return to this place because I have not known this kind of belonging. It is uncommon where I am from. I am trying to learn what it feels like to know land, and a community so intimately.

Sp: Hvað er að gerast næst hjá ykkur hjónum Hörður? Ef þið bregðið búi, langar ykkur þá að flytja til New Jersey eins og Sólveig Guðnadóttir?
„Nei, það held ég varla, eða öruggulega ekki! Ég myndi trúlega flytja upp á Laugarvatn, það er eini staðurinn í heiminum sem mig langar að búa á.
Sp. Hver er framtíð búskapar í Haga?
„Það er engin framtíð í þessum búskap. Þetta verður selt einhverntíma og fjárfestar kaupa þetta. Hér er heitt vatn og veiði, hægt að reisa risastórt hótel og vera með feikna ferðaþjónustu. En það ætla ég ekki að gera.“
Sp. Emma tók eina mynd af þér í þessari líka fínu lopapeysu, með sauðfé í mynstrinu.
„Já, þetta er peysa sem mamma mín prjónaði á mig, ljómandi fín peysa.“
Sp. Hvernig líst þér á að þú og fjölskyldan í Haga verði efni í sýningu í North Carolina?
„Það er alveg sársaukalaust af minni hálfu. Mér finnst gaman að heyra að Emma hafi verið ánægð með dvöl sína hérna hjá okkur. Fjölskyldusagan skiptir hana máli. Mér sýnist líka vera ákveðin tenging í því sem hún er að fjalla um og það sem gengur á í heiminum núna. Í fréttum er mikið talað um flóttamenn sem leggja af stað í leit að betra lífi. Það var einmitt það sem rak Sólveigu frænku okkar af stað út í heim á sínum tíma. Emma og hennar fjölskylda eru á sinn hátt afkomendur flóttamanna, sem flúðu ömurlegar aðstæður hér á Íslandi 1888, hungur og allskonar harðindi. Þannig það er eðlilegt að fólk vilji hafa upp á sögunni, finna rætur sínar, ég skil það vel.“

Hörður Óli Guðmundsson, bóndi í Haga.
Sp. Sagan skiptir máli.
„Já, hún gerir það“ segir Hörður Óli Guðmundsson í Haga. „Við getum lært helvíti mikið af henni. Það er sorglegt að heyra fréttir af því dag eftir dag að menn séu að gera sömu mistök og í síðustu tveimur heimsstyrjöldum. Allt endurtekur sig. Það er skrýtið.“

Fjölskyldan í Haga: Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Óli Guðmundsson, Ragnhildur Helgadóttir, föðursystir Harðar og Hafliði Sveinsson maður hennar.

Emma’s notes:
After dinner one night, Hörður pulled out a few photo albums for us to look at. There were lots of photos of their four children and Hörður, and I asked Stína, where are the pictures of you? And she said, I was always taking them, a gentle smile. Of course. Eventually there were a few, at Christmas time, opening presents. There is a strange comfort in the sameness of family photo albums. Looking at these photos, I think we all must have come from the same place.
I recognize their son from meeting him at his bakery in Selfoss, their other children I have not met. One of their sons passed away in 2016, and I felt this as a tender spot I am trying to avoid touching as we look through, but maybe I shouldn’t. I don’t know if there is a way I could be around this that would be without pain. Or if that is less important than letting his memory be present, welcome. At breakfast the next morning, we talked about Elías. Hörður asks if I have dreams, if I dream. I do, I say. Do you? And he says yes, all the time, and that he often dreams of his son, Elías. Always good dreams. He says he dreams of him in his favorite pink shirt, and tries to describe this shirt to me, but it is somehow indescribable, several colors, mixing.
I found my way into their daily rhythms quickly. They wake early for milking, I sleep a little later, then start breakfast before they return. For a few days I made buckwheat pancakes, then french toast, today we just had their routine spread of skyr, yogurt, milk, granola, breads and cheeses. After breakfast, Hörður leads us on a field trip. We drop in, often unannounced, on other cousins, and they offer us all coffee and chat in Icelandic about the family. I catch a word here or there, and watch for cues to know what they might be talking about. I pick up words like frænka, langa langa, ömmu, mömmu, myndin, prjóna. Sometimes I ask, and they switch to English for a bit, before returning to each other. Then, after an hour or so, Hörður says takk fyrir kaffi, and we head back to the car. The windshield is dirty and streaked and the AC seems to be broken, blowing warm air. The days have been mild recently. As we drive, Hörður will be telling stories and jokes and often I don’t realize until we are in the restaurant that we are going to lunch. There’s no discussion of what we should eat or when, which feels not inconsiderate, but like being taken care of.
Yesterday, in Laugarvatn, we ate at a restaurant in the same building that he went to high school in. We walked around and he described where the walls had been before, and how the girls’ dorms were upstairs. They had stashes of magazines, and watched German porn VHS’s at school on the day there was no television programming. They pranked the student teachers, and stole a woman’s bread from the ground baked by geothermal heat, which he still feels bad about. He always chats casually with whoever is working at the restaurant, and I’m not sure who he knows already or not, as he treats everyone with playful familiarity.
When we’ve finished lunch, we have a few more destinations. We went to the Stöng viking house in Þjórsárdal, both the original location, and the replica with paid entry nearby. Hörður and Stína held hands as we walked and I wanted to film them, but couldn’t figure out how to without feeling like I was changing the moment that already felt complete and good. We stopped briefly at the area where the municipality collects the sheep from the mountains in the fall, a stone arena of sorts, with sections for each farms’ sheep. It’s too big now for the number of sheep.
On our first visit to their church, Mossfell Kirkja, Hörður shows me where our shared great great great grandparents are buried. The headstones are gone, but many others from the family remain scattered through the kirkjugarður, the church garden. A gentler, more beautiful word than cemetery, or graveyard. We also see the graves of his father, grandfather, and son, a polished heart shaped stone.

Sp. Hvernig gengur að koma saman sýningunni sem þú ætlar að setja saman úr þessari ættarsögu Emma?
„Þetta er allt að koma. Ég skaut töluvert af 16 mm filmuefni á Íslandi og það er komið úr framköllun. Ég ætla að gera stutta mynd og mögulega bók með ljósmyndum. Ég er líka með ull sem Hörður gaf mér. Mig langar að prjóna eitthvað spennandi úr henni. Sýningin sjálf verður svo sett upp í Durham í North Carolina næsta vor.“
Sp. Ég spurði Hörð hvernig honum finndist að vera efni í myndlistarsýningu í North Carolina hann sagði: „Ekkert mál.“
„Já, það gott að heyra“ segir Emma og hlær. „Hörður var mjög afslappaður gagnvart öllu þessu.“
Sp. Hefur þetta ferðalag, ég segi heim til Íslands, langt ferðalag eins og Sólveig Guðnadóttir fór á sínum tíma, breytt þér að einhverju leyti Emma?
„Já, algerlega. Mér fannst ég ná tengingu við þennan íslenska hluta af mér og langar að dýpka það samband. Hörður og Stína tóku mér ótrúlega vel. Ég þarf að vinna betur í íslenskunni til að geta talist Íslendingur að einhverju leyti. En það kemur.“ segir Emma Geiger.